Vilja aðstöðu fyrir sjúkra- og slökkvilið nær Nesinu

Seltirningar hafa áhyggjur af að ljósastýrð gatnamót við Ánanaust muni tefja umferðarflæði og þar með möguleika viðbragðsaðila. 

Seltirningar hafa áhyggjur af þeim tíma sem viðbragðsaðilar þurfa til þess að koma á staðinn þegar vá ber að Seltjarnarnesi. Þetta á einkum við um slökkvilið og sjúkralið en einnig lögreglu. Viðbragðstími er miðaður við tíu mínútur í brunavarnaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Seltirningar vilja að aðstöðu fyrir slökkvi- og sjúkralið verði komið upp nær Seltjarnarnesi en nú er og nefna háskólasvæðið eða Grandann í því efni. Það myndi auka öryggi íbúa á svæðinu. Þeir telja einnig að ástandið muni versna þegar framkvæmdir við nýtt byggingasvæði í Skerjafirði hefjast og þangað flytjast þeir 3.600 nýju íbúar sem gert er ráð fyrir að taki sér bólfestu í nýrri byggð í Skerjafirði. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri telur að ljósastýrð gatnamót Hringbrautar og Ánanausta geti tafið viðbragðsmöguleikana. Borgarskipulag og Vegagerðin hafa lagt til ljósastýrð T-gatnamót í stað hringtorgsins við JL-húsið bestu lausnina fyrir umferðarflæði þar. Seltirningar eru ekki sáttir við þá hugmynd og bendir Þór á að af slíku fyrirkomulagi skapist umferðatafir.

You may also like...