Opinn viðtalstími verkefnastjóra

Ása Kristín Einarsdóttir, verkefnastjóri.

Nú er að hefjast opinn viðtalstími verkefnastjóra frístunda- og forvarnarstarfs á Seltjarnarnesi. Ása Kristín Einarsdóttir, verkefnastjóri býður upp á opinn viðtalstíma á Bókasafni Seltjarnarnesi. Viðtalstímarnir verða alla fimmtudaga frá kl. 10 til 12 til áramóta.

Gerð nýrrar forvarnarstefnu í vinnslu

Tómstundir eru mikilvægur þáttur í lífi fólks á öllum aldri, fyrir börn og unglinga en einnig fyrir fólk á fullorðinsárum sem þarf  að efla félagslega virkni og tengsl sín á milli og vill nýta frítíma sinn á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Þessa dagana er í vinnslu gerð forvarnarstefnu fyrir Seltjarnarnesbæ sem mun snerta á öllum aldurshópum og miða að því að tryggja öryggi, velferð og hag allra bæjarbúa.  

Bæjarbúar á öllum aldri eru hvattir til að kíkja

Bæjarbúar á öllum aldri eru hvattir til að kíkja í kaffi og spjall um málefni frístunda og forvarna en öllum hugmyndum og ábendingum að bótum á stefnum bæjarins er tekið fagnandi og teknar til skoðunar. Ef að þú til að mynda lumar á hugmyndum að úrbótum í aðgengi, tómstundum, bættu umhverfi eða öðru sem tryggir bætt lífsgæði á Seltjarnarnesi eða þú hefur áhyggjur af áhættuþáttum sem eru að myndast í samfélaginu þá er þetta vettvangur til að taka spjallið og koma þínum hugmyndum og skoðunum á framfæri. 

Verkefnastjóri er ávallt aðgengilegur fyrir samráð og til tómstundaráðgjafar fyrir alla aldurshópa og velkomið að hafa einnig samband í síma 5959100 eða með tölvupósti asa.k.einarsdottir@seltjarnarnes.is.

You may also like...