Nýbygging á Heilsuverndarreit

Þannig sjá arkitektar Tendra arkitektur nýbyggingu við Egilsgötu fyrir sér.

Hugmyndir eru um að nýtt þriggja til fimm hæða hús með verslun og þjónustu á götuhæð og allt að 48 íbúðum á efri hæðum muni risa á svoköllum Heilsuverndarreit við Egilsgötu 5. Um að ræða fyrsta reitinn af nokkrum bensínstöðvarlóðum í Reykjavík þar sem byggja á upp á nýjan hátt. Klasi ehf. sem sótt hefur um breytingu á deiliskipulagsbreytingu en Tendra arkitektur hannaði tillögurnar og gerði teikningar og skýringarmyndir. 

Snorrabraut er skilgreind sem stofn- og tengibraut í aðalskipulagi og að gera eigi hana að samfelldri og blandaðri byggð. Á reitnum verður lögð áhersla á góð birtuskilyrði í íbúðum og á dvalarsvæðum. Sú tillaga sem lögð hefur verið fram samræmist markmiðum Reykjavíkurborgar um fækkun eldsneytisstöðva innan þéttbýlis borgarinnar. Íbúðum miðsvæðis fjölgar og tillagan styrkir götumynd Snorrabrautar. Hér er um áberandi horn að ræða og verður lagður metnaður í ásýnd og útfærslu. Reiturinn er í landhalla við Snorrabraut og Egilsgötu og gefur góða möguleika á bílageymslu í kjallara og undir garðinum. Hámarksfjöldi bílastæða á lóð er 38. Tvö hjólastæði eru að lágmarki á íbúð og þrjú hjólastæði fyrir hverja 100 fermetra verslunar- og þjónusturými.

You may also like...