Hjúkrunarrýmum í Seljahlíð lokað

Seljahlíð í Breiðholti.

Borgarráð hefur ákveðið að loka hjúkrunarrýmum í Seljahlíð. Húsið er talið henta illa fyrir hjúkrunarrými. Íbúum verður fundið annað pláss áður en Seljahlíð verður lokað.  

Hjúkrunarrýmum í Seljahlíð í Breiðholti verður lokað 1. febrúar. Tuttugu og tveir íbúar dvelja á heimilinu. Ekki er verið að leggja hjúkrunarrýmin niður heldur verða þau færð á önnur hjúkrunarheimili. Ástæðan er sú að húsnæðið þykir henta illa fyrir rekstur hjúkrunarheimilis og sé óhagkvæmt rekstrarlega séð vegna þess hversu fá rými eru í boði. Áform eru um að þróa frekar dagþjónustu í Seljahlíð og dagdvöl fyrir eldra fólk. Rekstur hjúkrunarrýma er á ábyrgðarsviði ríkisins, sem gerir samninga í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Gert er ráð fyrir að rekstrarheimildir vegna þessara rýma flytjist til annarra þegar þeim verður lokað.

You may also like...