Hjólastígur meðfram Seltjörn

Nýr hjólastígur verður lagður meðfram Seltjörn.

Ákveðið hefur verið að leggja hjólastíg meðfram Seltjörn. Farið verður í framkvæmdina í september n.k.   

Upphaflega var áætlað að vinna þetta verk á árinu 2015 en þá var því frestað um óákveðinn tíma. Á fundi bæjarstjórnar á dögunum fór bæjarstjóri yfir uppreiknað tilboð lægstbjóðanda í verkið frá þeim tíma sem var fyrirtækið Loftorka. Bæjarráð samþykkir uppreiknað tilboð og að fara í verkið.

Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 37 milljónir.

You may also like...