Fjölorkustöð við Fiskislóð

Stórt verslunarsvæði er við Fiskislóð á Örfirisey.

Fyrirhugað er að koma upp fjölorkustöð við Fiskislóð í Örfirisey. Festi ehf. hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar um uppbyggingu fjölorkustöðvar N1 á lóðinni Fiskislóð 15 til 21 á Granda. Á lóðinni eru verslanir Krónunnar, Jysk, Elko og Byko. Í næsta nágrenni, Ánanaustum, er Olís með bensínstöð. Þar er einnig hraðhleðslustöð Ísorku.

Samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna Fiskislóðar 15 til 21 verður komið fyrir þremur nýjum byggingarreitum þannig að búnaður til eldsneytissölu og rafmagnshleðslu komist fyrir í jaðri lóðarinnar. Komið verður fyrir tveimur dælum fyrir fjóra bíla og búnaði til rafhleðslu fyrir allt að átta bíla. Með því móti veður hægt að orkuvæða bíla hvort sem þeir ganga fyrir rafmagni, bensíni eða dísilolíu. 

You may also like...