Fulltrúi FB á norrænum leiðtogafundi

Stefán Örn fulltrúi FB í góðum félagsskap á leiðtogafundinum.  

Stefán Örn Ingvarsson Olsen nemandi á rafvirkjabraut var fulltrúi FB á norrænum leiðtogafundi barna og ungmenna sem haldinn var í Hörpu í lok nóvember.  Full­trúar barna og ungmenna frá Norðurlöndunum ræddu ýmis málefni sem snerta þau, t.d. umhverfismál, skólamál, frið, geðheil­brigði, lýðræði o.fl.

Markmið fundarins er að auka samstarf barna og ungmenna á öllum Norðurlöndunum og gefa röddum þeirra farveg svo hún berist ráðamönnum.

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra setti fundinn og Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra var afhent aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundinum. 

You may also like...