Kaldalón byggir á BYKO reitnum

Myndin sýnir umfang fyrirhugaðrar byggðar. Hæstu húsin verða næst Hringbrautinni. 
Teikning/​Plúsarkitektar

Byggingafélagið Kaldalón hefur fest kaup á Byko reitnum við Hringbraut. Reiturinn er nú nefndur Grandatorg og er gamalt athafnasvæði Bifreiðarstöðvar Steindórs en þar var viðgerðastöð stöðvarinnar staðsett. Kaldalón keypti reitinn af félaginu K. Steindórsson ehf. sem er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar.

Í dag er gert ráð fyrir að byggja allt að 70 íbúðir, sambýli og atvinnuhúsnæði. Samkvæmt deiliskipulagstillögu sem Reykjavíkurborg hefur auglýst að breytingum á deiliskipulagi Byko-reits við vesturenda Hringbrautar gegnt JL húsinu verða byggðar 70 íbúðir á 3.250 fermetrum í tveggja til fjögurra hæða byggingum. Á 4.300 fermetrar er ætlunin að byggja hótel upp á hæðir og verslun og þjónusta verða á um 450 fermetrar. Þá er í deiliskipulaginu gert ráð fyrir svölum og bakgörðum 3.450 fermetrar. Heildarbyggingamagn á reitnum verður 15.700 fermetrar. Deiliskipulagið og hugmynd sem unnin var af Plús Arkitektum mætti andstöðu íbúa í nágrenninu og einkum við Sólvallagötu sem töldu að með þeim væri verið að gera reitinn að hverfiskjarna í stað þess að það yrði íbúðabyggð. Nú er gert ráð fyrir íbúðum og atvinnuhúsnæði á allt að átta þúsund fermetrum. Ekki liggur fyrir hvort ráðist verði í hótelbyggingu á svæðinu en forsvarsmenn og Kviku banka sem er fjármögnunaraðili telja að í fyrstu að minnsta kosti verið einkum hugað að íbúðabyggingum.

You may also like...