Seltjarnarnesbær sýknaður
– af kröfu ríkisins vegna lækningaminjasafnshússins –
Seltjarnarnesbær þarf ekki að greiða fyrir húsið sem kennt er við Lækningaminjasafn á Seltjarnarnesi. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað bæjarfélagið af kröfu ríkisins um greiðslu 102 milljóna króna vegna byggingar hússins. Er þar um að ræða framlag úr ríkissjóði ásamt vöxtum sem greitt var eftir að samkomulag varð um að ríkið, Seltjarnarnesbær, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur byggðu umrætt hús á Seltjarnarnesi. Hafist var handa við byggingu þess fyrir rúmum áratug en henni hefur ekki verið lokið.
Í samningi Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur og íslenska ríkisins var kveðið á um að félögin og ríkið myndu leggja til samtals 225 milljónir króna til þess að byggja lækningasafn við Seltjörn. Seltjarnarnesbær átti að leggja til 110 milljónir króna og bera ábyrgð á rekstrinum. Síðar kom í ljóst að byggingin yrði mun dýrari en áætlað hafði verið. Seltjarnarnesbær tilkynnti mennta- og menningarmálaráðherra í lok árs 2012 að bæjarstjórnin hefði ekki áhuga á að endurnýja samninginn og óskaði eftir því að ráðuneytið tæki yfir rekstur lækningaminjasafnsins frá 1. janúar 2013. Bærinn óskaði einnig eftir því að ræða við ráðuneytið um nýtt hlutverk fyrir bygginguna.
Eftir það gerði íslenska ríkið kröfu um að Seltjarnarnesbær endurgreiddi ríkisframlagið með vöxtum. Vísaði var til ákvæðis í samningnum um greiðslur bæjarins ef hann leysti húsið til sín og hygðist nota það til annars en undir rekstur lækningaminjasafns. Bæjarstjórn Seltjarnarness neituðu þessar kröfu á þeirri forsendu að bæjarfélagið hafi aldrei leyst húsnæðið til sín þótt bæjarfélagið hafi auglýst það til sölu á liðnu ári. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem nú hefur sýknað Seltjarnarnesbæ af kröfu ríkisins.