Náms- og kynnisferð til Tallin
– Starfsfólk félagsmiðstöðvanna –
Starfsfólk úr félagsmiðstöðvunum okkar fór nýlega í náms- og kynnisferð til Tallin. Þar heimsóttu þau fjölda félagsmiðstöðva og fengu kynningar á starfinu í Eistlandi.
Í Eistlandi þjónusta félagsmiðstöðvar börnum og ungmennum 7 til 26 ára og er landið framarlega í starfi ungmennaráða. Aðbúnaðar í nokkrum félagsmiðstöðvunum er frábær og má þar meðal annars nefna hjólabrettagarða, tónlistarstúdíó og danssali auk hefðbundinnar aðstöðu. Ferðin var áhugaverð, lærdómsrík og gott hópefli fyrir starfsmannahóp félagsmiðstöðva Breiðholts sem vinna náið saman fyrir unglinga hverfisins.