Hverfastöðin Fiskislóð hlýtur BREEAM hönnunarvottun
Ný hverfastöð borgarinnar við Fiskislóð 37c hefur hlotið hönnunarvottun samkvæmt alþjóðlega viðurkennda vottunarkerfinu BREEAM. Hönnunarvottunin er staðfesting á því að hönnun byggingarinnar uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru í BREEAM vottunarkerfinu um vistvæna hönnun.
Hlaut byggingin einkunnina „Very Good“ eða 65,5%. Þar með eru uppfylltar þær kröfur sem gerðar eru um vistvæn mannvirki í Græna planinu hjá Reykjavíkurborg og fellur fjárfestingin því undir fjármögnun með grænum skuldabréfum. Nú er unnið að því að ljúka fullnaðarvottun byggingarinnar.