Nemendur á listasýningar

Nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness í leirlistavali fóru á listasýningar í byrjun nóvember. 

Mánudagshópurinn fór á Ásmundarsafn á sýninguna ,,Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl Milles” og fimmtudagshópurinn fór á Listasafn Íslands og skoðaði sýningu Egils Sæbjörnssonar og ný verk í eigu safnsins. Sýningarnar voru skemmtilega ólíkar og nemendur voru til fyrirmyndar. 

You may also like...