Áfram opið á vestursvæðunum
Vestursvæðin á Seltjarnarnesi og friðlandið í Gróttu verða áfram opin umferð gangandi fólks árið um kring. Grótta sjálf verður þó lokuð á varptíma eins og verið hefur síðan 1974. Þetta kemur fram í endurskoðuðum friðlýsingaskilmála friðlandsins Gróttu sem nú fer fyrir bæjarstjórn og til kynningar.
Takmarkanir umferðar á Seltjörn ná aðeins til truflandi umferðar farartækja á varptíma en sjósund, kajakar, árabátar og sambærileg farartæki verða samkvæmt tillögunni áfram leyfð. Nýja tillagan er komin til bæjarstjórnar sem tekur ákvörðun um hvort hún fari í auglýsingu og sex vikna kynningar og umsagnarferli eins og lög gera ráð fyrir. Í kjölfarið geta Seltirningar sett fram athugasemdir og ábendingar ef einhverjar eru. Í framhaldinu tekur ný bæjarstjórn afstöðu til ábendinga og endanlega afstöðu. Umhverfisnefnd leggur til að tillagan fari í lögbundin farveg með auglýsingu og sex vikna umþóttunartíma.