Soroptimistar færa Heilsugæslunni í Efra Breiðholti bókagjöf
Systur úr stjórn Soroptimistaklúbbs Hóla og Fella afhentu Heilsugæslunni Efra Breiðholti 45 bækur á dögunum.
Um er að ræða bækurnar “Fyrstu 1000 dagar barnsins” barn verður til “Miðstöð foreldra og barna” Höfundur bókanna er Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir en hún vinnur hjá MFB sem er geðheilsuteymi og fjölskylduvernd. Bækurnar voru keyptar til stuðnings MFB en voru gefnar Heilsugæslunni í Efra Breiðholti. Þær verða þær afhentar öllum konum sem koma í fyrstu skoðun í mæðravernd á heilsugæslustöðina.