Kaldalón vill byggja við Suðurfell
Kaldalón eigandi lóðarinnar við Suðurfell 4, þar sem bensínstöð Orkunnar er til húsa hefur lagt inn fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um möguleika til að byggja á lóðinni. Þar sem nú er rekið apótek og fleira ásamt bensínstöð.
Lögð var fram fyrirspurn Kaldalóns dagsett 8. maí sl. ásamt bréfi frá 8. maí 2023 um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts í hverfi 6.3 í Efra Breiðholti. Er það vegna lóðarinnar nr. 4 við Suðurfell sem felst í uppbyggingu á lóð, samkvæmt tillögu Kaldalóns, dags. 5. maí 2023. Málinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra. Kaldalón er í eigu nokkurra fjárfesta, þar á meðal Skel, fjárfestingarfélags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttir eiginkonu hans.
Við Suðurfell er óbyggt svæði sem myndar jaðar syðsta hluta hverfisins að Elliðaárdal. Suðurfell er eitt af þróunarsvæðum Reykjavíkurborgar. Í greinargerð hverfisskipulags er gerð grein fyrir helstu áherslum sem búast má við að verði lagðar til grundvallar í vinnu við nýtt deiliskipulag þróunarsvæðisins. Þar kemur m.a. fram að gera eigi ráð fyrir allt að 50 íbúðum á svæðinu, í tveggja til þriggja hæða húsum sem lagi sig að brekkunni. Umsókn Kaldalóns nær þó aðeins til lóðar orkustöðvarinnar.