Um 15 þúsund myndir aðgengilegar á heimasíðu bæjarins

Nýr myndavefur Seltjarnarnesbæjar hefur verið opnaður. Á vefnum eru um fimmtán þúsund myndir, sem segja sögu Seltjarnarnesbæjar til vorra daga, eru nú aðgengilegar á hinum nýja myndavef sem finna má á heimasíðunni seltjarnarnes.is.

Myndasafnið er sett upp á aðgengilegan hátt en meginuppistaða þess eru myndir sem Seltjarnarnesbær hefur varðveitt í gegnum árin en einnig hafa einstaklingar lagt safninu til myndir úr einkaeigu. Eðli málsins samkvæmt mun safnið halda áfram að vaxa og dafna og eru Seltirningar og aðrir hvattir til að stuðla að vexti þess með því að senda inn myndir sem kunna að auka gæði þess. Myndavefurinn býður notendum upp á að senda inn upplýsingar um myndefni þar sem þeim er ábótavant og eru allar slíkar ábendingar sérstaklega vel þegnar, netfangið er myndavefur@seltjarnarnes.is.

You may also like...