117 nemendur útskrifustu á haustönn frá FB

Þann 20. desember útskrifuðust 117 nemendur FB við hátíðlega athöfn í Hörpu. Á myndinni er útskriftarhópur skólans í Hörpu.

117 nemendur FB útskrifuðust við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 20. desember sl. Að venju voru viðurkenningar veittar fyrir góðan námsárangur. 

Það voru 67 sem útskrifuðust með stúdentspróf, 23 rafvirkjar, 15 húsasmiðir, 13 sjúkraliðar og 7 snyrtifræðingar. Þá útskrifuðust 8 nemendur með 2 próf. Verðlaun fyrir bestan árangur á Stúdentsbraut að loknu starfsnámi fékk Þorgeir Þorsteinsson en hann lauk nýverið prófi á rafvirkjabraut skólans.

Einn útskriftarnemandi söng og annar flutti tölu. Hér eru nokkrar myndir sem Jóhannes Long ljósmyndari tók við athöfnina.

Þorgeir Þorsteinsson varð dúx skólans. Hann lauk prófi á rafvirkjabraut fyrir stuttu og lauk stúdentsprófi nú að loknu starfsnámi og hlaut verðlaun fyrir bestan árangur.

Lára Kristín Björnsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku og stærðfræði en hún hlaut einnig viðurkenningu frá Styrktarsjóði Kristínar Arnalds fv. skólameistara FB. Þess má geta að Lára Kristín er aðeins 18 ára og lýkur námi á tveimur og hálfu ári.  
Anna María Birgisdóttir stúdent af félagsvísindabraut flutti ræðu fyrir hönd útskrifaðra. Hún hlaut einnig viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Breiðholts fyrir félagsstörf. 

Katrín Eir Óðinsdóttir nýstúdent söng við athöfnina við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar og Kristjón Daðason lék á trompet.
Snæfríður Ebba Ásgeirsdóttir, náttúruvísindabraut hlaut viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella fyrir góðan námsárangur.

You may also like...