Leikskólastjórnendur í Seljahverfi opna vef um námskrár

seljahverfi-leikskolastjorar-1

Skólastjórar leikskólanna í Seljahverfi við opnun vefsíðunnar. Mynd af námskrársvefnum í baksýn.

Leikskólastjórnendur í Seljahverfi hafa komið sér upp sameiginlegum vef þar sem fræðast má um hugmyndafræði og námsmarkmið í hverjum skóla. Nýi vefurinn var opnaður við formlega athöfn í Gerðubergi á dögunum en fjórir leikskólar standa að honum: Hálsaskógur, Jöklaborg, Seljaborg og Seljakot.

Vefurinn er afrakstur af tveggja ára samstarfi um að vinna námskrár skólanna sameiginlega og gera þær aðgengilegar á vef á hnitmiðaðan og upplýsandi hátt fyrir foreldra og starfsfólk skólanna. Vefurinn var opnaður að viðstöddu starfsfólki, kjörnum fulltrúum og fulltrúum foreldra. Á vefnum www.seljaleikskolar.is má sækja allar upplýsingar um námsmarkmið og sex grunnþætti menntunar. Vefurinn er ríkur af texta og myndum og myndböndum, s.s. um grunnþætti menntunar og skoðanir barna á þeim.

You may also like...