Búið að selja 12 íbúðir af 16 í Suðurmýri

Samkvæmt heimildum Nesfrétta er búið að selja 12 af þeim 16 íbúðum sem eru í byggingu í Suðurmýri á lóðinni þar sem Stóri og litli Ás stóðu en þau hús höfðu verið dæmd ónýt og einungis til niðurrifs. Um er að ræða fjögur hús sem standa hver sér á sameiginlegri lóð. Mikið var lagt í hönnun húsana og eru allar með þremur gluggahliðum, húsin eru einangruð að utan og klædd með viðhaldsléttir álklæðningu. Húsin eru staðsteypt og með steyptri, hallandi þakplötu með dúk undir tyrftu þaki. Nýting er sérlega góð á fermetrum og allar íbúðirnar mjög bjartar.

Með byggingu íbúðanna í Suðurmýrinni er verið að kom til móts við þá þörf sem er fyrir minni íbúðir. Íbúðirnar eru í stærðum frá 50 til 90 fermetrar, tveggja til fjögurra herbergja og geta bæði hentað fyrir yngra fólk sem ef til vill er að festa sér sína fyrstu eign og ekkert síður eldra fólk sem er að leita eftir að fá sér minna húsnæði. „Við skiptum þessu niður í fjögur tveggja hæða hús sem eru töluvert lægri en gamli Stóri Ás var og höfum gætt þess að hafa góð opin rými á milli. Við höfum einnig reynt eftir fremsta megni að aðlaga þetta nýja byggingaumhverfi að götumyndinni við Nesveginn,“ sagði Þorvarður Gísli Guðmundsson framkvæmdastjóri Fag Bygg í samtali við Nesfréttir þegar verkið var að hefjast og bæri við í gamansömum tón að þeir hafi fundið eina fjallið í mýrinni en tilvist klapparinnar sem húsin standa á skýri trúlega að þarna hafi verið byggð tvö hús á sínum tíma sem stóðu nokkuð utan annarrar byggðar. Þau hafi einfaldlega verið reist á klöpp inn í miðri mýri.

You may also like...