Útisvæði í stað bílastæða við Tollhúsið
Ákveðið hefur verið að loka bílastæðunum fyrir fram Tollhúsið við Tryggvagötu. Er það liður í endurhönnun á Naustinni og hluta Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Grófinni. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðast í breytingar sem fela meðal annars í sér að bílastæðin fyrir framan mósaíkverk listakonunnar Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu verði látin víkja.
Endurhönnunin skapar betra borgarrými með breiðari gangstéttum og upphækkuðum gatnamótum að mati meirihluta skipulags- og samgönguráðs. Norðan Tryggvagötu er sólríkt svæði sem mun nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla. Í þessu sambandi er sérstaklega bent á að við hlið Tollhússins, undir Hafnartorgi, opnar innan skamms bílakjallari með 1.100 bílastæðum auk þess sem áfram verða bílastæði í götukanti sunnan Tryggvagötu. Bílastæðum í miðborginni er því áfram að fjölga en ekki fækka líkt og oft er haldið fram segir í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu.