Þjónustumiðstöð flutt um set

Þjónustumiðstöð Breiðholts hefur flutt um set. Þjónustumiðstöðin er þó enn í Mjóddinni en hefur verið færð frá Álfabakka 12 yfir í næsta stigagang eða í Álfabakka 10.
Í nýju húsnæði, sem er á annarri hæð, í Álfabakka 10 verður öll almenn þjónusta við íbúa hverfisins. Þarna er hægt að sækja um þjónustu, fá ráðgjöf og almennar upplýsingar. Í frétt frá Þjónustumiðstöðinni segir “verið velkomin í nýtt og betra húsnæði að Álfabakka 10”.