Fjárhagsáætlun lögð fram og samþykkt

– varnarbarátta og ekki hægt að grynnka á skuldum segja bæjarfulltrúar minnihlutans sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu –

Forsendur við gerð fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar 2020 er m.a. að álagningarhlutfall útsvars verður 13,70%. Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði verða 0,175% af fasteignamati. Af opinberu húsnæði verður fasteignaskattur 1,32% af fasteignamati og 1,1875% af atvinnuhúsnæði og óbyggðu land. Lóðarleiga vegna íbúðarhúsnæðis verður 0,40% og 1,75% af lóðarhlutamati atvinnuhúsnæðis. Vatnsgjald verður 0,09% af fasteignamati húsa og sorp- og urðunargjald kr. 39.458 á hverja eign. 

Í áætluninni eru laun hækkuð til samræmis við gildandi kjarasamninga Launanefndar sveitarfélaga við þau stéttarfélög sem starfsmenn Seltjarnarnesbæjar taka laun samkvæmt og ekki er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi á árinu. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði 4% á árinu. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans og þrír bæjarfulltrúar minnihlutans sátu hjá við afgreiðsluna.

You may also like...