Búsetukjarni fyrir fatlaða við Kirkjubraut

Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar hefur heimilað skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi með hliðsjón af ábendingum sem bárust við deiliskipulag Valhúsahæðar, aðliggjandi útivistarsvæða og  uppbygging þjónustuíbúðar við Kirkjubraut 20.

Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á nýrri lóð við enda Kirkjubrautar, Kirkjubraut 20. Verkefnislýsing var auglýst með athugasemdafresti til 21. febrúar sl. Alls bárust fimm athugasemdir og tvær umsagnir. 

You may also like...