Hugmynd um risaframkvæmdir á hafnarsvæðinu

Yrki arkitektar hafa unnið hugmyndavinnu fyrir Geirsgötu 11 ehf. Samkvæmt þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram í fyrirspurn til Reykjavíkurborgar er ekki um neina smáframkvæmd að ræða. Áætlun þeirra gerir ráð fyrir að reisa 33.500 fermetra húsnæði með bílakjallara. Búið er að senda fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um hugmyndirnar en málið er enn á frumstigi. Verði af þessum framkvæmdum mun það breyta ásýnd gömlu hafnarinnar verulega.

Félagið Geirsgata 11 ehf. hefur sent fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á þremur samliggjandi lóðum sem eru á hafnarbakkanum norðan við Geirsgötu. Um er að ræða lóðirnar númer 11, 13 og 15 við götuna. Eina húsið á þessu svæði er gömul vöruskemma sem byggð var fyrir Ríkisskip á sínum tíma en Ríkisskip seldu Fiskkaupum húsið 1993. Vöruskemman komst síðar í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur og Fiskitanga en var selt til Berjaya Land Berhad, sem dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation og er á forræði malasíska auðmannsins Vincent Tan fyrir 1.670 milljónir króna fyrir nokkru.

Yrki arkitektar hafa unnið hugmyndavinnu fyrir Geirsgötu 11 ehf. Samkvæmt þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram í fyrirspurn til Reykjavíkurborgar er ekki um neina smáframkvæmd að ræða. Áætlun þeirra gerir ráð fyrir að reisa 33.500 fermetra húsnæði með bílakjallara. Með þessum hugmyndum er stefnt að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjörnu hótel og íbúðir verði til. Einnig er ætlunin að tengja borgina betur við bryggjusvæðið og gæða hafnarbakkann lífi auk þess að byggja hafnarsvæðið upp sem eina heild frá Hörpu vestur undir Granda. Í byggingunni er áætlað rými fyrir um 100 fimm stjörnu hótelíbúðir sem seldar verði einkaaðilum og einnig fimm stjörnu hóteli með um 150 herbergjum. Báðar þessar einingar yrðu reknar af Four Seasons. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir tollmóttöku og biðsal vegna þjónustu við skemmtiferðaskip sem rekið yrði af Faxaflóahöfnum. Þá má geta þess að gert er ráð fyrir yfirbyggðu rými fyrir grænt svæði sem einnig gæti hýst skúltúrsafn Listasafns Reykjavíkur. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög. Hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ljóst að hér er á ferðinni hugmynd um risaframkvæmd á hafnarsvæðinu. Framkvæmd upp á um 40 milljarða króna sem geti skapað allt að 400 störf. 

Hugmynd Yrki arkitekta um hugsanlegt útlit bygginga á Miðbakkanum.

You may also like...