Sameiginleg sumarnámskeið

Smíðavöllurinn er alltaf vinsæll á sumarnámskeiðunum.

Á vordögum var ákveðið að samtvinna sumarnámskeið Seltjarnar­nesbæjar og Gróttu í sumar og gekk samstarfið vonum framar. 

Þátttakendur á námskeiðunum sækja gjarnan blöndu af námskeiðum Gróttu og Seltjarnarnesbæjar, með sameiginlegri verkefnastjórn styttust því boðleiðir og upplýsingaflæði jókst til muna. Verkefnastjórn námskeiðanna í sumar var í höndum Jónu Ránar Pétursdóttur, sem er einnig nýr forstöðumaður Selsins, og Laufeyjar Helenu Gísladóttur, sem er einnig nýr verkefnastjóri handknattleiksdeildar Gróttu.

You may also like...