Fablab smiðjan áfram í FB

Guðrún Hrefna, Þórdís, Lilja og Dagur eftir undirritunina.

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari FB, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson undirrituðu samninga um áframhaldandi rekstur Fab Lab smiðjunnar í skólanum þann 17. mars sl. 

Einnig fór fram rafræn undirritun við Fab Löb víðs vegar um landið. Markmið með starfsemi Fab Lab Reykjavík er að auka þekkingu og leikni nemenda, kennara, almennings og innan atvinnulífs á persónumiðaðri nýsköpunarvinnu og stafrænum framleiðsluaðferðum. Verkefninu er ætlað að styðja við  þátttöku og áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum og auka tæknilæsi, skapandi starf og frumkvöðlamennt. Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir þróun og prófun hugmynda og efla þannig samkeppnishæfni í nærsamfélagi. Fab Lab Reykjavík er hluti samstarfsnets Fab Lab smiðja á Íslandi og tengist jafnframt alþjóðaneti Fab Lab smiðja, Fab Foundation við Massachusetts Institute of Technology (MIT). 

You may also like...