Hraðavaraskilti við Lindarbraut

Frá Lindarbraut þar sem hraðavaraskilti hefur verið komið upp.

Hraðavaraskilti er komið við Lindarbraut á Seltjarnarnesi þar sem hámarkshraði er nú 40 kílómetrar á klukkustund. 

Almennum hraðaskiltum hefur verið breytt í kjölfar lækkunar hámarkshraða úr 50 kílómetra hraða í 40 til að auka umferðaröryggi vegfarenda um Lindarbraut samkvæmt staðfestingu bæjarstjórnar í vor. Að auki voru nýverið sett upp tvö hraðavaraskilti í sitthvora akstursstefnuna á götunni sem benda ökumönnum á hraðann sem þeir aka á. Íbúar hafa lýst ánægju sinni með breytinguna og er vonast til að hún dragi markvisst úr hraðanum á Lindarbrautinni sem er fjölfarin gata og mikið um börn og ungmenni á leið til og frá skóla.

You may also like...