Vill fá tvítyngda kennara
– Pólska málsamfélagið –
Innflytjendur telja að breyta og bæta þurfi íslenskukennslu og að mikið myndi ávinnast með að ráða pólskumælandi íslenskukennara. Mjög margir nýbúar hafa sest að hér á landi. Þeir eru frá hátt í 60 löndum en langflestir hafa komið frá Póllandi. Kunnátta í íslensku er lykill að velgengni fyrir sístækkandi hóp innflytjenda.
Þegar innflytjendur koma hingað til lands og tala ekki ensku er verið með kennara sem er íslenskumælandi en talar ekki þeirra tungumál. Þetta hefur verið eitt sterkasta ákallið úr pólska málsamfélaginu að vilja fá kennara sem eru tvítyngdir á íslensku og pólsku. Einnig þurfi að auðvelda innflytjendum að fá nám sitt metið og auka sveigjanleika í skólakerfinu. Þá þarf að bæta móðurmálskennslu innflytjendabarna, sem oft sitja eftir þegar reyna fer á hugtakaskilning, og brottfall er mikið úr framhaldsskóla. Þegar nemendur byrja í grunnskóla þá er tekið vel á móti þeim, haldin einstaklingsnámskrá fyrir þau og allt svoleiðis. En svo þegar þau fara í framhaldsskóla þá týnast þau. Þá eiga þau bara að gera eins og allir hinir. Auðvitað er það bara erfitt og þau að sjálfsögðu detta bara út. Það sem ég hugsa er að einfalda námsefnið. Að þau myndu verða í því sama og allir hinir en á einfaldara máli. Að sjálfsögðu á þetta við um flesta innflytjendur hingað til lands en pólska samfélagið er lang fjölmennast. Því er ekki óeðlilegt að kröfum um bætta kennsluhætti komið fyrst þaðan. Pólski skólinn er búinn að vera starfandi í Reykjavík frá 2008 og hefur aðsetur í Fellaskóla. Hann var stofnaður til að auðvelda börnum af pólskum uppruna að viðhalda sínu gamla móðurmál jafnframt því að aðlagast nýju. Skólinn var stofnaður af hópi kennara og foreldra sem vildu auka aðgang að móðurmáli pólskættaðra barna, pólskri sögu og landfræði Póllands til þeirra sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Grundvöllur til að skilja málfræði og stílfræði í erlendum tungumálum er að skilja það rétt á móðurmáli og því sé mikilvægt að læra móðurmálið vel. Í pólska skólanum eiga börn möguleika á að auka orðaforðann, einnig að vera í hópi pólskra jafnaldra og tala við kennara um áhugamál sín eða vandamál. Kennsla í Pólska skólanum fer fram á laugardögum í Fellaskóla. Skólastjóri Pólska skólans er Monika Franciszka Sienkiewicz