Góð þátttaka í kynningarfundi og kynningardögum
– Nýtt hverfaskipulag –
Góð þátttaka var í gönguferð um Seljahverfi laugardaginn 29. ágúst þar sem þættir í vinnutillögum að Hverfisskipulagi voru kynntir. Við upphaf göngunnar sagði Ævar Harðarson, arkitekt frá umgjörð verkefnisins og Ólöf Kristjánsdóttir sagði frá hvernig tillögurnar snertu samgöngur og styrkingu byggðar.
Ólafur Gunnarsson sagði frá þeim grænu áherslum sem eru í tillögum að hverfisskipulaginu. Richard Briem sagði frá auknum byggingarheimildum í vinnutillögum að hverfisskipulagi svo nokkuð sé nefnt. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Gerðuberg og Mjódd þar sem starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs sátu fyrir svörum um vinnutillögur að hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Þá voru líka farnar þrjár fjölmennar hverfisgöngur um Breiðholt undir leiðsögn starfsmanna sviðsins þar sem farið var yfir ýmsa þætti tillagnanna.
Fundarstjóri á kynningarfundinum í Gerðubergi var Gunnar Hersveinn Sigursteinsson. Auk framsögufólks tóku Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, samgöngustjóri Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts og Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts fyrir svörum.