Ungversk aðferðafræði í Leikskóla Seltjarnarness

Leikskólakennarar úr Leikskóla Seltjarnar­ness sem tóku þátt í verkefninu.

Árið 2018 hóf hópur af kennurum í Leikskóla Seltjarnarness að læra aðferð ættaða frá Ungverjalandi sem er kölluð BHRG model©. Verkefnið var styrkt af Erasmus-Rannís. Hópurinn útskrifaðist loks í júní 2021.

BHRG model© er aðferð sem notuð hefur verið í Ungverjalandi í 25 ár. Áhersla er lögð á skynhreyfiþroska, horft á getu barnsins og þroska þess frekar en að alhæfa með greiningu. Í upphafi er próf lagt fyrir barnið og niðurstöður þess notaðar til að skilgreina þjálfunarmarkmið fyrir hreyfingu. Unnið er bæði í einstaklingsþjálfun og í hópum. 

Hefur reynst vel

Aðferðin hefur reynst vel til að efla hreyfiþroska, málþroska og skynhreyfivanda, auk þess sem hún hefur nýst börnum með röskun á einhverfurófi, ADHD, námsörðugleika og hegðunarvanda mjög vel. Sérfræðingar innan BHRG model© vinna náið með þeim sem læra aðferðina bæði á meðan prófin eru tekin og eins þegar meðferðin hefst. Leikskóli Seltjarness hefur unnið með Krisztinu G. Agueda en hún er fulltrúi BHRG á Íslandi. Við erum stolt af þeim sem luku prófi. Þetta eru Ingibjörg Jónsdóttir sérkennslustjóri, Gróa Kristjánsdóttir sérkennari, Helga Charlotta Reynisdóttir deildarstjóri og Krisztina G. Agueda sérkennari. Sérstakar þakkir fær Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri sem hefur verið með í verkefninu og stutt kennarana öll þrjú árin.

You may also like...