Breiðholt með hæsta íbúaráðastyrkinn

Íbúaráð Breiðholts hlaut hæsta styrk allra íbúaráða í borginni eða 4.530.000 krónur. Auglýst hefur eftir verkefnum og viðburðum sem ætlað er að stuðli að auknu mannlífi, menningu, félagsauði og lífsgæðum í hverfunum árið 2021.  

Íbúðaráðasjóðurinn nam  alls kr. 30.000.000 að þessu sinni.  Miðað er við að íbúaráð sem eru níu talsins, fái milljón hvert en afgangurinn deilist til íbúaráða eftir íbúafjölda hverfanna. Íbúafjöldi Breiðholts hefur þannig haft áhrif á styrkveitinguna. 

You may also like...