Samningur um KR-svæðið undirritaður
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson formaður KR og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samning vegna fyrirhugaðra uppbyggingu á KR-svæðinu síðastliðinn föstudag. Samningurinn er um byggingu fjölnota knatthúss ásamt vinnu við breytingu á heildarskipulagi KR-svæðisins.
Tilkoma fjölnota knatthúss mun gerbylta allri aðstöðu og starfsemi á KR svæðinu. Samningur þessi byggir á mikilli skipulags- og hugmyndavinnu sem forsvarsmenn KR hafa unnið með arkitektunum Bjarna Snæbjörnssyni og Snædísi Bjarnadóttur hjá BjSnæ arkitektum og Páli Gunnlaugssyni hjá ASK arkitektum síðustu ár. Það er ljóst að þessi samningur er mikil lyftistöng fyrir allt íþrótta- og félagsstarf í vesturbænum og telst til stærri áfanga í 122 ára sögu félagsins. Deiliskipulag fer í gang nú þegar og hugsanlegt að því ljúki á þessu ári. Þá fer af stað hönnun og undirbúningur fjölnotahússins. Gert er ráð fyrir að húsið verði risið 2023.