Verða vistvænir þróunarreitir

– Lóðir í Breiðholti –

Verslunarmiðstöð við Arnarbakka. Nú er horft til uppbyggingar á svæðinu bæði í verslunar- og þjónustuhúsnæði og íbúðabyggð.

Lóðir við Arnarbakka, Völvufell og Suðurfell í Breiðholti eru á meðal svæða þar sem Reykjavíkurborg áformar að leggja til spennandi þróunarreiti í nokkrum hverfum og hvetja þannig til vistvænnar uppbyggingar. Borgaryfirvöld hafa auglýst eftir skapandi hugmyndum að íbúðarhúsnæði framtíðarinnar þar sem grænar lausnir verða í forgrunni.  

Í frétt frá Reykjavíkurborg kemur fram að á undanförnum árum hafi borgin unnið að nýjum lausnum í húsnæðismálum. Annars vegar með verkefninu um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur þar sem verið er að þróa og byggja íbúðir á níu reitum víðsvegar um borgina. Hins vegar með þátttöku í verkefninu „Reinventing cities“ þar sem lykilreitir í borginni eru þróaðir samkvæmt lausnum á sviði sjálfbærni, umhverfisgæða og minna kolefnisfótspors. Í fréttinni segir einnig að á sama tíma og mikil þörf sé fyrir íbúðarhúsnæði þá skilji byggingariðnaðurinn eftir sig stórt kolefnisfótspor. Það er því þörf á skapandi lausnum þar sem grænar lausnir framtíðarinnar eru í forgrunni. Til framtíðar viljum við sjá grænt borgarumhverfi, sem býður upp á grænan lífsstíl í samgöngum, borgarbúskap/matjurtarækt, endurvinnslu og sorplausnum, blágrænum ofanvatnslausnum, svo dæmi séu tekin“.

You may also like...