Nýtt skólahverfi í Skerjafirði
Nýtt skólahverfi verður sett upp í Skerjafirði fyrir nemendur í fyrsta til sjöunda bekk grunnskóla. Hverfið mun ná yfir stóra og litla Skerjafjörð suður og nýja íbúabyggð eða „nýja Skerjó“ í Skerjafirði.
Gert er ráð fyrir að nemendur sem búa í litla Skerjafirði norður sæki Melaskóla, en eigi val um að fara í nýja skólann í Skerjafirði. Unglingar í nýju hverfi munu sækja Hagaskóla. Verið að vinna forsögn um byggingu nýs samþætts leik- og grunnskóla í Skerjafirði, skóla sem rúmi allt að 700 leikskóla- og grunnskólabörn.