Listval opnar nýtt sýningarrými á Granda

Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen.

Listval hefur opnað nýtt sýningarrými á Hólmaslóð 6 í Örfirisey. Elísabet Alma Svendsen og Helga Björg Kjerúlf standa á bakvið Listval.

Listval hefur undanfarin tvö ár verið leiðandi í myndlistarráðgjöf fyrir heimili og fyrirtæki. Rýmið á Hólmaslóð verður aðsetur Listvals þar sem fólk getur komið og skoðað fjölbreytta myndlist og fengið persónulega ráðgjöf við val á verkum. Markmið Listvals er að stuðla að meiri sýnileika myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að fjárfesta í myndlist.

You may also like...