Bensíndælur við Krónuna á Granda

– munu koma í stað bensínstöðvarinnar við Ægissíðu –

Bensínstöð N1 við Ægisíðu er ein þeirra bensínstöðva sem eiga að hverfa af sjónarsviðinu samkvæmt samkomulagi Reykjavíkurborgar og olíufélaganna. Í kynningu á fjárfestingu N1 kemur fram að stöðinni verði lokað eigi síðar en um áramótin 2022 og 2023.

Lokun bensínstöðvarinnar er að hluta til háð því að deiliskipulag við Fiskislóð 13 til 15 verði samþykkt en Reykjavíkurborg hefur heimilað félaginu að setja þar upp sjálfsafgreiðslustöð með tveimur eldsneytisdælum sem munu geta veitt fjórum bílum þjónustu  samtímis. Ætlunin er að taka þær dælur í notkun eftir að rekstri á Ægisíðu verður hætt. Hætta á rekstri N1 á Ægisíðu eigi síðar en 1. janúar 2023. Er gert ráð fyrir að samþykkt deiliskipulags við Fiskislóð 13 til 15 liggi þá fyrir.

You may also like...