Soroptimistar gefa tré og sófa

Í tilefni af aldarafmæli alheimshreyfingar Soroptimista 19. júní 2021 gaf Seltjarnarnesklúbburinn bænum fimm reisuleg tré af tegundinni Sitkaölur. 

Tréin voru gróðursett framan við hjúkrunarheimilið Seltjörn. Við sama tækifæri afhenti klúbburinn Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins tvær milljónir króna til kaupa á sófum fyrir nýtt áfangaheimili fyrir konur og börn sem þurfa að flýja ofbeldi.

Sólveig Pálsdóttir formaður klúbbsins, Carla Magnússon og Steinunn Árnadóttir sem valdi trjánum stað.

You may also like...