Verður Vesturgata gerð að vistgötu?
Hugmyndir eru um hvort gera megi Vesturgötu að vistgötu eða auka vægi gangandi verfarenda með öðrum hætti til dæmis með því að breikka. Einnig að bæta aðstöðu fyrir þá sem kjósa að ferðast um á reiðhjólum.
Í skipulagsráði Reykjavíkurborgar hefur verið rætt að bæta tengingar gatna á þessu svæði. Þar eru þrjár megin gönguleiðir, um Mýrargötu, Vesturgötu og Nýlendugötu. Engin þeirra er þó talin fullkomin fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Með byggingu bílakjallara á Héðinsreit skapast tækifæri til þess að fækka bílastæðum ofanjarðar þótt einnig verði að líta til þess að um íbúðahverfi sé að ræða þar sem áfram verði þörf á bílastæðum þótt í minna mæli kunni að verða.