Tveir nýir hjólreiðastígar
Tvö af fjórum göngu- og hjólastígaverkefnum voru kynnt í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar í janúar. Veitt var heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna.
Annas vegar er stígur um Elliðaárdal yfir Vatnsveitubrú og inn á Breiðholtsbraut. Lengd hans verður um 1.500 metrar. Reistar verða tvær nýjar brýr og verður náttúra og umhverfi í fyrirrúmi í hönnun og útfærslu. Framkvæmdinni verður skipt í tvo áfanga. Hins vegar er stígur um Arnarnesveg og Breiðholtsbraut. Einnig verður reist brú en í skoðun er að gera vistlok í stað brúar.
Undirbúningur er kominn mislangt á leið við þessi verkefni en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2022.
Aukin hlutdeild hjólreiða mun hafa góð áhrif á samgöngur, umhverfi, lýðheilsu, lífið í borginni og skapa betri borg. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var samþykkt á liðnu vori. Markmið áætlunar-innar er að auka hlutdeild hjólreiða í ferðum í borginni en stefnt er að því að að minnsta kosti 10% allra ferða í borginni verði farnar á hjóli árið 2025.