Grænar byggðir munu rísa í Breiðholti
– þrír hópar valdir til að skipuleggja uppbyggingu –
Þrír hópar verða valdir til uppbyggingar á grænu húsnæði í Breiðholti. Hópur sem standur saman af Vistbyggð, Eflu og Arkís arkitekta verður boðið til samninga við borgina um uppbyggingu við Völvufelli 13 til 23. Þá mun Reykjavíkurborg ræða við hóp Arkþings Nordic, Eflu, S8 og Þingvangs um lóðina Völvufell 43. Hópur á vegum Alverks, Grímu, Tendru og VSÓ mun svo koma að borðinu um lóðina að Arnarbakka 6.
Með þessu tekur Reykjavíkurborg föst skref í átt að umhverfisvænni markmiðum er kemur að hönnun, húsagerð og framkvæmdum. Mikilvægt er að huga að byggðu umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og hús eru hugsað sem heild fyrir fólk. Nú taka við samningaviðræður við vinnings-hópana um framþróun þeirra fimm reita sem borgin lagði til í verkefnið. Markmið viðræðnanna er semja um útgáfu formlegra lóðavilyrða og í kjölfarið lóðaúthlutun með þeim skilyrðum og kvöðum sem skilgreind verða í hverju tilviki fyrir sig til að markmið verkefnisins náist.
Um nokkurt skeið hafa reitirnir við Völvufell og Arnarbakka verið til skoðunar hjá borginni með uppbyggingu fyrir augum. Hefur borgin meðal annars fest kaup á fasteignum til að rýma fyrir nýju umhverfi.