Séra Pétur ráðinn prestur við Fella- og Hólakirkju

Pétur og Jón Ómar fyrir framan Fella og Hólakirkju.
Mynd: Jóhanna Elísa Skúladóttir.

Séra Pétur Ragnhildarson hefur verði ráðinn prestur við Fella- og Hólakirkju. Pétur er kirkjunni um margt að góðu kunnur. Hann er sonur Ragnhildar Ásgeirsdóttur sem lengi starfaði sem djákni við Fella- og Hólakirkju.

Þegar séra Guðmundur Karl Ágústsson lauk störfum sem sóknarprestur Fella og Hólakirkju á liðnu í vori urðu nokkrar breytingar í prestakallinu. Séra Jón Ómar Gunnarsson tók við sem sóknarprestur og séra Pétur Ragnhildarson var ráðinn prestur. Þeir hafa þeir báðir starfað við kirkjuna um árabil og tengjast henni og hverfinu sterkum böndum. Séra Pétur er fædddur 1994 og útskrifaðist með embættispróf í guðfræði 2019.

You may also like...