Sendinefnd frá Búlgaríu skoðar starfsemi Hitaveitu Seltjarnarness

20 manna sendinefnd frá 8 sveitarfélögum í Búlgaríu sótti Seltjarnar­­nesið heim á dögunum til að kynna sér starfsemi Hitaveitu Seltjarnarness. 

Heimsóknin var í tengslum við áætlun uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku. Starfsmenn hitaveitunnar tóku á móti vel á móti gestunum, leiddu þá í gegnum sögu okkar einstöku hitaveitu, starfsemina og framtíðarsýnina. 

Eftir stutta yfirferð og kynningu í bæjarstjórnarsalnum var farið með hópinn að skoða borholu 12 og þaðan að listaverkinu Bollasteinn eftir Ólöfu Nordal. Að sjálfsögðu var svo boðið upp á heimaverkaðan kæstan hákarl við Hákarlahjallinn en hann fór víst eins og gefur að skilja mis vel ofan í búlgörsku gestina!

You may also like...