Tryggvagata aftur ekin til vesturs
Um Tryggvagötu milli Lækjargötu og Pósthússtrætis verður aftur ekið til vesturs líkt og var áður en framkvæmdir hófust við götuna. Síðustu ár hefur akstursstefna á götukaflanum verið til bráðabirgða til austurs vegna framkvæmdanna. Það var gert þar sem sú tenging er eina tengingin út úr Kvosinni þegar ekið er norður Pósthússtræti frá Kirkjustræti eða til suðurs Naustina frá Tryggvagötu.
Framkvæmdum sem höfðu áhrif á akstur um Tryggvagötu er nú lokið var talið rétt að snúa akstursstefnunni á þeim kafla. Samhliða ofangreindum breytingum verða smávægilegar breytingar gerðar á akstursstefnum Grófarinnar og Naustanna norðan Tryggvagötu. Grófin nú einstefna til norðurs en Naustin einstefna til suðurs. Var þetta gert svo hægt verði að komast að bílastæði bak við Hafnarhús óháð því hvort ekið sé frá Lækjargötu eða Geirsgötu.