Stofnun Ólafs Ragnars á háskólasvæðinu

Þannig gæti Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar litið út á háskólasvæðinu.
Mynd: Rizma Feros, Indian artist.

Reisa á stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar á háskólasvæðinu steinsnar frá Öskju og Norræna húsinu. Þar mun Minerd sem tengist norðurslóðum verða til húsa. Það er alþjóðleg hugveita og nefnist Minerd Institute í höfuð Scott Minerd, yfirmanni fjár­festinga hjá fjár­festingar­fyrirtækinu Guggen­heim Partners.

Scott Minerd tók þátt í ráð­stefnu á þingi Hringborðs norður­slóða sem fram fór fram í Hörpu á dögunum og ávarpaði ráðstefnugesti á málstofu. Hann rakti meðal annars tíu ára kynni sín af Ólafi Ragnari Grímssyni og hvernig hugmyndir forsetans þáverandi um stofnun hringborðsins hefðu á sínum tíma þótt metnaðarfullar og framandi. Á sama hátt gætu hugmyndir um hugveituna þótt djarfar í dag, en þær væru það ekki. Hann sagði nauðsynlegt að íbúar norðurslóða hafi þær auðlindir sem þarf til að móta eigin framtíð, ekki aðeins þátttakendur á meðan fjárfestar og fyrirtæki utan norðurslóða koma inn og reyna að græða. Ólafur Ragnar greindi frá því að stofnuninni og að henni hafi verið úthlutað lóðinni og birti teikningar sem sýna hvernig byggingin gæti litið út. Enn hefur þó ekki verið efnt til formlegrar hönnunarsamkeppni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ undirrituð í desember viljayfirlýsingu um afhendingu lóðarinnar til stofnunar Ólafs Ragnars. Enn er óljóst hver eða hverjir munu standa að sjálfri byggingunni.

You may also like...