Alþjóðlegar frumkvöðlabúðir í FB
Þessir flottu nemendur FB, Guilherme Roque, Stefán Darri Björnsson, Gabríela Einarsdóttir og Sara Hanna Jóhnnsdóttir tóku þátt í keppni um bestu sjálfbæru fimm daga ferðina um Ísland.
Keppnin er liður í Erasmus+ frumkvöðlabúðunum European Voice of Tomorrow sem er alþjóðlegt verkefni sem FB tekur þátt í ásamt nemendum og kennurum frá Ítalíu, Portúgal, Finnlandi og Noregi. Skipt var í fjögur fimm manna lið þvert á lönd. Fyrir sjálfa keppnina fór hópurinn meðal annars í Bláa lónið, skoðaði Þingvelli og Gullna hringinn. Þá fékk hópurinn frábæra kynningu á sjálfbærum ferðum um Ísland hjá Artic Adventures sem veitti nemendum innblástur fyrir sjálfa keppnina. Þess má geta að Stefán Darri var í sigurliðinu og keppir því til úrslita í Finnlandi í febrúar 2023.