Mikil ánægja með litla líkamsræktarhornið
Litla líkamsræktarhornið í Félagsstarfinu í Árskógum hefur vakið mikla lukku. Það var tekið í notkun 19. janúar sl. Þar er að finna ýmis tæki til líkamsræktar. Tæki á borð við göngubretti, sethjól, rimla, trissu, teygjur, lóð og dýnur.
Nokkuð hafði verið rætt um að koma upp aðstöðu til líkamsræktar á Félagsráðsfundum þar sem fólki gefst fólki kostur á að koma með hugmyndir og ræða starfið. Nú er þessi hugmynd komin í höfn og starfsmaður félagsstarfsins er með fastan viðverutíma á mánudögum kl. 10:30 til að leiðbeina þeim sem það vilja. Að öðru leiti er líkamsræktarhornið opið á opnunartíma félagsstarfsins. Breiðholtsblaðinu hafa borist nokkrar myndir frá litla líkamsræktarhorninu sem sýna ánægju með starfsemina.