Safnabryggja í Vesturbugt
Ný trébryggja var vígð í Vesturbugt hjá Sjóminjasafninu í Reykjavík að morgni menningarnætur 19. ágúst sl. Nýja bryggjan hefur fengið nafnið Safnabryggja.
Nýja bryggja kemur í stað bryggju frá upphafsárum þróunar og uppbyggingu Grandagarðs um miðbik síðustu aldar og hefur borið nafnið Óðinsbryggja.
Dráttarbáturinn Magni og safnskipið Óðinn liggja við hina nýju bryggju og eru til mikillar prýði fyrir umhverfi Reykjavíkurhafnar segir í tilkynningu á vef Faxaflóahafna.