Lagt til að sameina Suðurborg og Hólaborg
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur lagt til að tveir leikskólar við Suðurhóla í Breiðholti verði sameinaðir. Um er að ræða leikskólana Suðurborg og Hólaborg. Í stað þeirra komi ein leikskóli með 10 deildum sem getið tekið við allt að 100 börnum. Lóðir skólanna liggja saman og aðeins eru rúmir 40 metrar á milli þeirra. Í Suðurborg eru sjö deildir sem geta rúmað rúmlega 100 börn. Hólaborg er minni leikskóli með þremur deildum fyrir um 50 börn.
Skólunum er í dag stýrt af tveimur skólastjórum sem báðir eru ráðnir tímabundinni ráðningu eftir að skólastjórar þeirra hafa látið af störfum. Ráðningarsamningar þeirra beggja renna út 31. mars næst komandi og ef af sameiningu verður er gert ráð fyrir að einn skólastjóri komi í stað tveggja. Einnig er gert ráð fyrir sameiningu mötuneyta þannig að eldhús Suðurborgar verið aðaleldhús þar sem máltíðir verði framleiddar en eldhús Hólaborgar verði gert að móttökueldhúsi. Þá er gert ráð fyrir breyttu hlutverki viðbyggingar við Suðurborg. Hún var reist til þess að bæta aðstöðu kennara og starfsfólks skólans en myndi eftir sameiningu nýtast öllu leikskólastarfinu við Suðurhóla. Leikskólarnir Suðurborg og Hólaborg starfa sinn eftir hvorri uppeldisstefnu og líkur eru til þess að verði þeir sameinaðir verði ein uppeldisstefna í leikskólastarfinu.