Fyrsti grásleppuskúrinn gerður upp
Búið er að gera einn grásleppuskúranna við Ægisíðu upp. Ýmsar framkvæmdir hafa átt sér stað í og við gömlu skúrana en þeir sjálfir hafa verið í umsjá Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2017. Fyrir nokkrum misserum var farið í jarðvegsskipti í kringum skúrana og tiltekt á svæðinu. Einnig fór fram fornleifarannsókn á þeim hluta svæðisins sem hróflað var við og fundust m.a. aldargömul ummerki um mannanna verk á svæðinu, þó sennilega ekkert sem kemur til með að breyta sögunni í stóra samhenginu.
Vorið 2020 var grásleppuskúrinn sem stóð vestast af þeim fjarlægður til viðgerðar. Umsjón með verkinu hafði Trausti Sigurðsson. Fór hann eftir viðgerðaráætlun sem unnin var á vegum Borgasögusafnsins. Reynt var að nota allt nýtilegt sem til var af byggingarefni og koma skúrnum í það horf að hann myndi ekki fjúka í næsta stórviðri. Í þeirri vinnu kom í ljós leifar af tjörupappaklæðingu sem var á skúrnum eftir miðja síðustu öld, sem og gluggasetning. Miðaði endurgerðin að því að færa skúrinn í það horf.
Árið 2006 lagði Kjartan Magnússon þáverandi borgarfulltrúi til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Hann lagði tillöguna um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna fram í menningarmálanefnd en þá að jafna þá við jörðu. Kjartan benti þá á að skúrarnir við Ægissíðu væru elstu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík og því afar mikilvægt sé að varðveita þá. Langt fram eftir 20 öld voru fiskimenn með útgerð grásleppubáta við Ægisíðu. Þegar mest var voru sextán bátar út gerðir út frá Ægisíðunni.