Er Þangbakkinn gata eða bílastæði
– merkingar þurfa að vera á hreinu –
Er Þangbakkinn gata eða bílastæði. Þessu veltir Guðbrandur Bogason í Ökuskólanum í Mjódd fyrir sér. Hann segir um ferðamáta óljósan en þar sem íbúðabygging sé við enda götunnar þurfi hann eiginlega að teljast til umferðargötu. Fólk þurfi að komast að heiman og heim og ekki sé hægt að aka eftir bílastæði.
Málið snúist einkum um umferðarhraða. Hvort hann sé 15 kílómetrar á og klukkustund eða 30 kílómetrar. Þetta þurfi að liggja fyrir einkum þar sem bæði Ökuskólinn og Frumherji sem annist ökupróf séu á svæðinu. Nemendur verði að hafa þetta á hreinu áður en þeir leggja af stað í ökupróf og dæmi séu um að fólk hafi fallið í ökuprófum fyrir að aka á 30 kílómetra hraða þar sem hann eigi að vera 15 kílómetrar. Hætta sé á að menn rugli saman hvað er gata og hvað sé skilgreint sem bílastæði. Fólk þurfi að kunna skil á þessu. Guðbrandur segir að þetta snúist um merkingar. Er hluti götu teljist umferðargata en hluti bílastæði verði að merkja það skýrt og skilmerkilega. Annað gangi ekki.